Hver er maðurinn?

Facebook-síða GSæm. Fréttir, skilaboð og umræður um hitt og þetta:  https://www.facebook.com/gudmundur.saemundsson

Facebook-síðan Íþróttir og siðfræði. Á þessari síðu er umfjöllun siðfræði íþrótta, fréttir og spjall:  https://www.facebook.com/rannsokn/ 

Hurðarbaksættin. Á þeirri síðu eru fréttir af Hurðarbaksættinni, skilaboð og fjöldi mynda:  https://www.facebook.com/groups/hurdarbak/ 

Ég er fæddur í Reykjavík árið 1946, hef búið í Reykjavík, í Ósló, í Bergen, á Akureyri, í Skógum undir Eyjafjöllum, í Växjö, í Lundi. á Laugarvatni og Seltjarnarnesi en bý nú í Grafarholti í Reykjavík. Ég er kvæntur Ingibjörgu Jónsdóttur Kolka MA í íslensku og doktorsnema við HÍ og við eigum saman tvær dætur, Guðbjörgu Kolka og Sóleyju Kolka. Ég á auk þess sex uppkomin börn, 10 barnabörn og 3 barnabarnabörn.

 

Menntun

 1. Stúdentspróf máladeildar frá ML.
 2. BA-próf í íslensku og norsku frá HÍ.
 3. Cand.mag.-próf í málvísindum, norrænu og íslensku frá Háskólanum í Ósló.
 4. Kennsluréttindanám við KHÍ.
 5. Meistaranám í kennslufræðum frá KHÍ-HÍ.
 6. Doktorsgráða í íþróttafræðum frá HÍ.

 

Helstu störf

Kennsla

2001-2016:  Stundakennari og síðan aðjunkt við KHÍ, síðar menntavísindasvið HÍ.

2011-2016:  Fjarkennari í íslensku við Linné Universitetet í Svíþjóð.

1996-2015:  Fjarkennari við VMA.

2001-2007:  Framhaldsskólakennari við Menntaskólann að Laugarvatni (ML) í íslensku, tölvufræði, uppeldisfræði o.fl. Afleysingarkennari vorið 2012.

1999-2000:  Grunnskólakennari við Grunnskólann í Skógum.

1992-1999:  Framhaldsskólakennari við Framhaldsskólann í Skógum í íslensku, dönsku, sam­félags­greinum, tölvufræði, námstækni, hraðlestri, bóklegu ökunámi, öryggisfræði o.fl. Sinnti einnig ýmsum skipulags- og skrifstofustörfum fyrir skólann, setti ég upp og stýrði námskeiðum fyrir almenning, svo sem í tölvunotkun o.fl.  Skólameistari skólans 1998-1999.

1992-1999:  Grunnskólakennari við Framhaldsskólann í Skógum og síðan Grunnskólann í Skógum (8.-10. b.) í íslensku, dönsku, tölvufræði, námstækni, starfsfræðslu, ensku, sinnti hjálpar­kennslu í íslensku og stærðfræði o.fl.

1979-1984:  Kennsla í afleysingum í efri bekkjum Oddeyrarskóla og við Námsflokka Akureyrar   (fullorðinsfræðsla).

1972-75:  Kennsla í íslensku við Friundervisningen i Oslo.

 

Stjórnun

Frá 1998:     Framkvæmdastjóri Tölvuþjónustunnar BláSkóga ehf. (eigin bókaútgáfa og önnur verkefni).

Haust 2015:    Leysti af sem formaður námsbrautar í íþrótta- og heilsufræði framhaldsnáms.

2002-2005:     Fagstjóri í íslensku við ML.

2002-2003:     Kennslustjóri ML í 25% starfi.

1998-1999:     Skólameistari við Framhaldsskólann í Skógum.

1992-1999:     Ýmis skipulags- og skrifstofustörf fyrir FSK.

1986-1991:     Framkvæmdastjóri Ráðgjafar- og útgáfuþjónustunnar, Reykjavík.

1984-1987:     Sérfræðingur hjá Lánasjóði Íslenskra námsmanna við ýmsa skýrslugerð og tölvuhönnun.

 

Önnur störf

 • Starfsmaður á Kleppsspítala í nokkur ár meðfram námi.
 • Næturvörður á vistheimilinu Sólborg á Akureyri í rúmt ár.
 • Bæjarstarfsmaður á Akureyri í þrjú ár við sorphirðu.
 • Sjómennska í þrjú sumur.
 • Byggingarverkamaður af og til tímabundið.
 • Blaðamennska, m.a. ritstjóri nokkurra blaða um skeið, þ.á m. Nýs lands – frjálsrar þjóðar og Grafarvogsblaðsins.
 • Umbrot ýmissa blaða og bóka.
 • Þýðingar alls kyns bókmennta.