Ekki er sú rósin best

Bókina er hægt að panta í netfanginu gsaem@hi.is. Hún kostar kr. 500.

Bókin hefur að geyma 36 ljóð. Þau eiga það öll sammerkt að fjalla á einhvern hátt um stjórnmál og baráttu fyrir réttlátara samfélagi.

Bókinni fylgir hljómdiskur með upplestri höfundar á öllum ljóðunum. Frumsömdu ljóðin eru 15, ort á ýmsum tímum. Þýddu ljóðin eru 21 og eftir ýmsa höfunda, m.a. Maó Tse-túng, Bob Dylan, Leonard Cohen, Inúítann Aqqaluk Lynge og norsku skáldin Frederik Fasting Torgersen, Sigbjörn Obstfelder, Rolf Jacobsen, Gunnar Lunde, Ingebjörg Kasin Sandsdalen, Tarjei Vesaas, Jens Björneboe og Kjersti Ericson.

Bókin er 64 bls. auk kápu. Útgefandi er Bláskógar. Prentun annaðist prentsmiðjan Samskipti hf. Hljómdiskur fylgir bókinni með upplestri höfundar á öllum ljóðunum. Hann er fjölfaldaður og áprentaður af Samskiptum hf. Hægt er að panta hana hér á heildsöluverði, kr. 500 fyrir bók og disk.

Ekki er sú rósin best

ISBN 978-9935-9195-9-5