BOB DYLAN. ÞÚSUND MÍLUR Ð HEIMAN. SÖNGTEXTAR Í LJÓÐRÆNNI PRÓSAÞÝÐINGU

Ég tók mig til árið 2000 fyrir áeggjan bernskuvinar míns, Árna Mogens Björnssonar prentsmiðs, og þýddi úrval af textum Bobs Dylans, auk æviágrips hans. Við ætluðum síðan að gefa þetta efni út í litlu hefti, á stærð við hljómdisk, til heiðurs Dylan. Þýðingin er þannig að ég reyndi að endurskapa stemn­ingu og blæ textana sem ljóðræns texta en hirti minna um form, takt og bragarhátt enda ekki ætlaðir til að syngja þá. Textana átti einnig að birta á ensku. Við reyndum mánuðum saman að fá leyfi umboðsmanna Bobs Dylans til að gefa úr þessar þýðingar en fengum loks afsvar þar sem það stangaðist á við hagsmuni einhverra hljómplötuútgefenda hérlendis. Þetta efni er nú birt hér til gamans og vonandi hafa einhverjir aðrir unun af því en við Árni. Fyrst kemur íslenski textinn, svo sá enski. Ég hef lagfært þýðinguna örlítið.

Þúsund mílur að heiman

978-9935-9548-5-5