Fréttir úr fangelsi. Ljóð Fredriks Fasting Torgersens

Fredrik (Ludvig) Fasting Torgersen fæddist 1. október 1934. Hann var yngstur sex systkina í fátækri fjölskyldu, alinn upp í Lille Töyen í Ósló. Árið 1958 var hann ákærður fyrir morð á hinni 16 ára gömlu Rigmor Johnsen og dæmdur í ævilangt fangelsi og 10 ára einangrunarvist. Hann neitaði alla tíð sekt en afplánaði 16 ár af dómnum því að árið 1974 var hann látinn laus. Hann reyndi sjö sinnum árangurslaust að fá mál sitt endur­upptekið á árunum 1958 til 2015.

Í fangavistinni stundaði hann líkamsrækt og þótti mjög liðtækur hnefaleikamaður. Í fangelsinu orti hann einnig ljóð og komu út eftir hann tvær ljóðabækur áður en hann var látinn laus. Þau ljóð sem hér eru þýdd eru öll ort á meðan á fangavistinni stóð og komu út árið 1972 í bókinni Særmelding. Síðar skrifaði hann skáldsögu og fleiri bækur.

Fredrik Fasting Torgersen  lést úr krabbameini 18. júní 2015, áttræður að aldri.

Frederik Fasting-Fréttir úr fangelsi

978-9935-9548-6-2